Klassíski
listdansskólinn

Klassíski listdansskólinn leggur áherslu á þjálfun nemenda sinna í hinum hefðbundna, sígilda þætti listdansins, jafnframt því að kynna aðra dansstíla og nýjar þróanir á sviði dansins. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda í minni námshópum er stór þáttur í starfi skólans.

Nútíma listdansbraut

Þriggja ára dansnám á menntaskólastigi sem veitir metnaðarfulla og góða þjálfun til að undirbúa nemendur til frekara náms í háskóla bæði á Íslandi sem og erlendis

Klassísk listdansbraut

Þriggja ára dansnám á menntaskólastigi. Skólinn veitir metnaðarfulla og góða þjálfun til að undirbúa nemendur til æðri dansnáms eða atvinnu

Forskóli yngri nemenda

Forskólinn er undirbúningur fyrir grunnnám og veitir nemendum á aldrinum 3 til 9 ára mikilvægan grunn fyrir frekara dansnám

Grunnstig 8-15 ára

Að forskólanum loknum tekur við stigsnám í grunnskóla. Stigin eru frá 1. – 7.. Ástundun nemanda eykst frá stigi til stigs og þeir eru kynntir fyrir fleiri námsgreinum

Umsókn í skólann

Tryggðu þér pláss í einstöku dansnámi og náðu lengra með faglega leiðsögn og einstaklingsmiðaða þjálfun.