Laugardaginn 24. febrúar verður Opið hús hjá Dansgarðinum; Klassíska listdansskólanum og FWD Youth Company á Grensásvegi 14, frá kl. 14:00-17:00 í samstarfi við Félag Sjálfstæðra Listaskóla. Þar sem starfsemi framhaldsbrautar, Undirbúningsnám fyrir framhaldsbraut og FWD Youth Company verður kynnt.

Þá er fólki frjálst að koma og kíkja inn í tíma til okkar, það verður kaffi á könnunni og kennarar og nemendur verða á staðnum til að svara spurningum. 

Við hvetjum sérstaklega ungt fólk sem er að leita sér að skemmtilegu og krefjandi dansnámi að kíkja til okkar, en það eru auðvitað allir velkomnir!

Tímar sem hægt verður að líta inn í:

14:00-14:50: 

  • Stóra stúdíó: Historical rep. (framahaldsbraut) Kennari: Camilo.
  • Litla stúdíó: Ballet (undirbúningshópur) Kennari: Sóley

15:00-15:50:

  • Stóra stúdíó: Ballet (framhaldsbraut) Kennari: Yannier
  • Litla stúdíó: Contemporary (Undirbúningshópur) Kennari: Díana

16:00-16:50:

  • Stóra stúdíó: Æfing hjá FWD Youth Company, Danshöfundur: (Anna Kolfinna)
  • Litla stúdíó: Contemporary (framhaldsbraut) Kennari: Díana

fristundakortid_nytt_hvitt