Grunnstig 8 - 15 ára

Að forskólanum loknum tekur við stigsnám í grunnskóla. Stigin eru frá 1. – 7.. Ástundun nemanda eykst frá stigi til stigs og þeir eru kynntir fyrir fleiri námsgreinum

Að forskólanum loknum tekur við stigsnám í grunnskóla. Stigin eru frá 1. – 7.. Ástundun nemanda eykst frá stigi til stigs og þeir eru kynntir fyrir fleiri námsgreinum. Áherslur kennara eru ávallt þær sömu, að veita einstaklingnum þjálfun og faglega leiðsögn við hæfi. Markmið skólans er sem áður hefur verið nefnt, að skapa umhverfi og hæfilega áskorun fyrir nemendur til að njóta danslistarinnar og þroska hæfileika sína.

Eftirfarandi aldursskipting er algengust:

1. stig: 9 ára
2. stig: 9 til 10 ára
3. stig: 10 til 12 ára
4. stig: 10 til 12 ára
5. stig: 12 til 14 ára
7. stig: 13 til 15 ára

Character-dansar (þjóðdansar) eru kenndir frá 8 til 9 ára aldri.
Spuni er kenndur frá 8 til 9 ára aldri.
Nemendur byrja á táskóm 10 ára aldri.
Nemendur eru kynntir fyrir Cunningham- og Grahamtækni frá 10 ára aldri.

Í lok hvers árs er haldin nemendasýning. Það taka allir nemendur skólans þátt í nemandasýningunni á einn eða annan hátt. Mikill og skemmtilegur undirbúningur er fyrir hverja sýningu. Nemendur læra dansa sem þeir sýna úr þekktum dansverkum. Þar læra nemendur skólans öguð vinnubrögð.

Það er mikil upplifun og frábær tilfinning að stiga á svið í góðum vinahópi. Það fylgir einnig mikið stolt og gleði að upplifa yngri kynslóðina spreita  sig á svona stórum stundum.

Framhaldsskólasti

Listdansbraut Klassíska listdansskólans er þriggja ára dansnám á menntaskólastigi.    Skólinn veitir metnaðarfulla og góða þjálfun 

sl1

fristundakortid_nytt_hvitt