Klassíski listdansskólinn er einkarekinn dansskóli sem leggur sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins, hann fái að þróa hæfileika sína frá upphafi, undir faglegri leiðsögn. Klassíski listdansskólinn leggur áherslu á þjálfun nemenda sinna í hinum hefðbundna, sígilda þætti listdansins, jafnframt því að kynna aðra dansstíla og nýjar þróanir á sviði dansins. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda í minni námshópum er stór þáttur í starfi skólans.

Skólinn var stofnaður 1993 af Guðbjörgu Astrid Skúladóttur, sem á að baki langan feril á sviði listdansins.

Klassíski listdansskólinn er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu. Skólinn mun hér eftir starfa eftir námskrá sem er samþykkt af ráðuneytinu, sem gefur nemendum skólans tækifæri til að fá nám sitt metið sem hluta af framhaldsnámi þeirra.Nemendur 16 ára og eldri fá nám sitt metið úr listadeild Menntaskólans við Hamrahlíð.   

Nám í Klassíska listdansskólanum skiptist í 

  • Forskóla aldur 3 - 7 ára, 
  • Grunnskóla aldur 7-15 ára 
  • Framhaldsskólinn er tvískiptur; klassísk listdanssbraut og nútíma listdansbraut.  Miðað er við þriggja ára námstímabil sem skiptist í sex 15 vikna annir. Nám þetta er fyrst og fremst ætlað þeim sem hafa hug á framhaldsnámi í listdansi og hugsanlega að hafa atvinnu af greininni. Nemendur sem hljóta inntöku í skólann skulu hafa lokið grunnskólanámi og hafa stundað nám í dansi í einhverju formi eða búa yfir ótvíræðum dans hæfileikum að mati stjórnenda og kennara skólans.Til þess að útskrifast þurfa nemendur að hafa náð fullnægjandi árangri og líkamlegri þjálfun samkvæmt námskrá skólans, sem m.a. felur í sér danstækni í ballet, nútímadansi, listdanssögu, danssmíðar, hefbundnar efnisskrár og sviðstækni. Námið í nútíma listdansi við Klassíska listdanskólann er þróað í nánu samstarfi við kennara frá Laban School of Dancing í London, sem heldur árlega inntökupróf í Klassíska listdansskólanum opinn öllum. Nemendur sem útskrifast úr dansbraut Klassíska listdansskólans geta vænst þess að eiga greiðari leið til framhaldsnáms á háskólastigi við Laban School of Dancing eða aðra samsvarandi skóla á háskólastigi. 

Allir áfangar eru kenndir af danslistamönnum sem vinna á alþjóðagrundvelli og eiga það sameiginlegt að hafa góða menntun og mikla kunnáttu á bak við sig.

fristundakortid_nytt_hvitt