Foreldrafélag Klassíska Listdansskólans var stofnað í byrjun vorannar 2007
Stjórn Foreldrafélags Klassíska Listdansskólans:
-
Formaður: Steinunn J Bergmann
-
Gjaldkeri: Ása Helga Ólafsdóttir
-
Ritari: Dögg Jónsdóttir
-
Meðstjórnandi:Þorbjörg Hákonardóttir
-
Fulltrúi nemenda: Matthildur Soffía Jónsdóttir
Lög Foreldrafélagsins:
- Félagið heitir Foreldrafélag Klassíska Listdansskólans.
Markmið félagsins er:
- Að efla samvinnu milli foreldra og skólans.
- Að vinna að uppbyggingu nemenda og foreldra skólans.
- Að auka ímynd skólans
- Að efla menningar- og félagslíf innan skólans.
- Að efla tengsl milli nemenda.
- Félagar í Foreldrafélagi Klassíska listdansskólans eru allir foreldrar nemenda við skólann.
- Stjórn félagsins skipa fimm menn; formaður, gjaldkeri, ritari og einn meðstjórnanda ásamt fulltrúa nemenda.Einnig eru tengiliðir við hvern hóp (flokkur-stig) skólans.
- Formaður, eða sá sem hann tilnefnir skal sitja kennarafundi einu sinni í mánuði með tillögurétt og málfrelsi nema þegar rædd eru sérstök trúnaðarmál.
- Aðalfundur félagsins skal halda fyrir lok janúar ár hvert og skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara. Stjórn félagsins boðar til fundarins og í fundarboði skal kynna efni fundarins.
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar
- Stjórnarkosning
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Lagabreytingar
- Önnur mál löglega boðuð
- Við atkvæðagreiðslur ræður einfaldur meirihluti fundarmanna.
- Stjórn félagsins skal skipta með sér verkum.
- Verði Klassíski Listdansskólinn lagður niður skulu eigur Foreldrafélags Klassíska Listdansskólans renna til menningarmála barna.