Foreldrafélag Klassíska Listdansskólans var stofnað í byrjun vorannar 2007

Stjórn Foreldrafélags Klassíska Listdansskólans:

 • Formaður: Steinunn J Bergmann
 • Gjaldkeri: Ása Helga Ólafsdóttir
 • Ritari: Dögg Jónsdóttir
 • Meðstjórnandi:Þorbjörg Hákonardóttir
 • Fulltrúi nemenda: Matthildur Soffía Jónsdóttir

 Lög Foreldrafélagsins:

 1. Félagið heitir Foreldrafélag Klassíska Listdansskólans. 

Markmið félagsins er:

 1. Að efla samvinnu milli foreldra og skólans.   
 2. Að vinna að uppbyggingu nemenda og foreldra skólans.   
 3. Að auka ímynd skólans   
 4. Að efla menningar- og félagslíf innan skólans.   
 5. Að efla tengsl milli nemenda. 
 6. Félagar í Foreldrafélagi Klassíska listdansskólans eru allir foreldrar nemenda við skólann. 
 7. Stjórn félagsins skipa fimm menn; formaður, gjaldkeri, ritari og einn meðstjórnanda ásamt fulltrúa nemenda.Einnig eru tengiliðir við hvern hóp (flokkur-stig) skólans. 
 8. Formaður, eða sá sem hann tilnefnir skal sitja kennarafundi einu sinni í mánuði með tillögurétt og málfrelsi nema þegar rædd eru sérstök trúnaðarmál.
 9. Aðalfundur félagsins skal halda fyrir lok janúar ár hvert og skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara. Stjórn félagsins boðar til fundarins og í fundarboði skal kynna efni fundarins. 

Dagskrá aðalfundar:

 • Skýrsla stjórnar
 • Reikningar
 • Stjórnarkosning
 • Kosning tveggja skoðunarmanna
 • Lagabreytingar
 • Önnur mál löglega boðuð 
 • Við atkvæðagreiðslur ræður einfaldur meirihluti fundarmanna. 
 • Stjórn félagsins skal skipta með sér verkum. 
 • Verði Klassíski Listdansskólinn lagður niður skulu eigur Foreldrafélags Klassíska Listdansskólans renna til menningarmála barna.

fristundakortid_nytt_hvitt