Útskrifaðir nemar frá Klassíska listdansskólanum

 • Hrafnhildur Einarsdóttir hóf dansnám sitt hjá Klassíska Listdaansskólanum 8 ára gömul, sama ár og skólinn opnaði. Árið 2003 lá leið hennar til Toronto í Canada þar sem hún nam dans og tónlist. Árið 2004-2005 stundaði hún nám á háskólastigi í nútímadansi við Codarts í Rotterdam en 2006 hélt hún til London í Laban conservatoire of contemporary dance þar sem hún útskrifaðist sumarið 2009 með BA gráðu í dance theatre. Hún hefur í tvígang fengið námsstyrk til að taka námskeið við Martha Graham skólann í New York. Sumarið 2009 hlaut Hrafnhildur styrk til að taka þátt í Dance WEB scholarship program á Impuls Tranz hátíðinni í Vín, sama ár fékk hún verðlaun sem framúrskarandi listnemi í Kópavogi. Síðan þá hefur hún unnið sem sjálfstætt starfandi danslistamaður. Hún stofnaði danshópinn Raven árið 2008. Hún er einn stofnenda danshöfundahópsins OAC. Hrafnhildur hefur meðal annars tekið þátt í sýningum eftirdanshöfunda Rosemary Butcher og Struan Leslie. Hún hefur að undaförnu haft mikinn áhuga á uppbyggingu á sterkara danssamfélagi á Íslandi, og sat hún í stjórn FÍLD félag íslenskra Listdansara árin 2012 og 2013, hún situr einnig í stjórn Reykjavík Dance Festival. Hrafnhildur hefur undanfarin ár kennt og undirbúið dansnámskeið fyrir börn og fullorðna á Íslandi, Ítalíu, Svíþjóð, Noregi og Mexikó þar sem hún hefur kennt til dæmis í dansskólum, menningarmiðstöðvum og opinberum skólum. Hún var einnig verkefnastjóri dansdagskrár Unglistar árin 2011 og 2012.

 

 • Guðrún Svava Kristinsdóttir, eftir útskrift frá Klassíska Listdansskólanum 2009 hélt hún út til New York í nám við Martha Graham School of Contemporary Dance. Þar kláraði hún tveggja ára nám sem kallast Professional Training Program úr advanced hóp skólans. Eftir það kláraði hún eins árs Teacher Training Program og útskrifaðist með réttindi til að kenna Graham tækni. Kröfurnar inn í kennararéttindanámið eru mjög miklar, kennslufræðilegar sem og líkamlegar og líkur náminu með krefjandi lokaprófi sem sker úr um hvort nemandinn fái leyfi til að kalla sig kennara þessarar tækni. Meðfram náminu komst Guðrún inn í nemendadansflokk skólans Graham II sem einnig er nemendadansflokkur Martha Graham Dance Company, eins elsta og virtasta nútímadansflokks heims. Fékk hún mörg tækifæri til að dansa út um alla New York borg með flokknum og dansaði sólóhlutverk í bland við hópdanshlutverk. Á sama tíma  tók Guðrún Pilateskennararéttindi út í New York og kenndi meðfram námi. Sem Pilateskennari hefur hún sérhæft sig mikið í líffærafræði stoðkerfisins og kynnt sér ítarlega meiðsli dansara og fyrirbyggingu þeirra. Þessa stundina leggur Guðrún stund á iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla Íslands og kenni meðfram náminu við Listaháskóla Íslands, líkamsþjálfun við dansdeildina og leiklistardeildina. Hún hefur einnig verið að þróa og búa til sitt eigið námskeið "Lifandi Liffærafræði" þar sem hún kennir líffærafræði stoðkerfisins í gegnum hreyfingu á formi Yoga og Pilates. Hún hefur haldið námskeið fyrir læknanema og söngkennaranema við Söngskólann í Reykjavík, einnig hefur hún kennt Graham tækni við Klassíska Listdansskólann.

 

 • Lilja Björk Haraldsdóttir, eftir útskrift frá Klassíska Listdansskólanum árið 2009 var Lilja meðlimur Spiral dansflokksins og tók meðal annars þátt í Site Specific verkinu The Opening eftir Andreas Constantious sem sýnt var í Sundhöll Reykjavíkur ásamt fleiri verkum flokksins. Árið 2010 hóf hún nám við Skolen for Samtidsdans í Oslo, þar sem áhersla er lögð á nútímadans, spuna, snertispuna og kóreógrafíu. Á meðan á námi hennar stóð setti hún einnig upp sýninguna "Things left unsaid" í Hafnarfjarðarleikhúsinu sem hlut af samstarfsverkefninu UpNorth Project sem styrkt var af Evrópu Unga Fólksins. Árið 2012 var hún aðstoðardanshöfundur í barnasöngleiknum "Rottefangeren" sem sýndur var í Osló. Útskrifaðist með diploma í nútímadansiog kóreógrafíu árið 2012 og hefur hún eftir útskrift kennt börnum og unglingum dans í Noregi og í Reykjavík ásamt því að setja upp og skipuleggja eigin dansnámskeið fyrir börn á landsbyggðinni. Í desember 2013 útskrifaðist Lilja sem Yogakennari frá Yoga Shala, Reykjavík.

 

 • Hrund Elíasdóttir, eftir útskrift haustið 2010-2011 fór hún til Parísar og stundaði Pre-professional nám í Académie Americaine de Danse de Paris.Í dag leggur Hrund stund á frönskunám við Háskóla Íslands meðfram kennslu hjá Klassíska Listdansskólanum.

 

 • Emelía Antonsdóttir Crivello2012 starfaði hún við flokkinn sem aðstoð við listræna stjórn undir stjórn Brogan Davison. Frá 2007 hefur Emelía kennt dans á Egilsstöðum. Árið 2011 stofnaði hún verkefnið Dansstúdíó Emelíu sem stuðlar að komu atvinnudanskennara til Egilsstaða. Verkefnið hlaut styrk frá Menningarráði Austurlands árið 2012. Emelía hóf nám á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands árið 2010 og mun útskrifast þaðan vorið 2015. Mörk danslistarinnar og tengsl inn í leiklist og aðrar listgreinar eru Emelíu hugleikin og grunnur hennar í dansi sem hún öðlaðist í Klassíska Listdansskólanum gaf henni mikilvæg verkfæri í hennar listsköpun.

 

 •  Andrea Júlía Gunnlaugsdóttir hóf nám við Klassíska Listdansskólann árið 1997 en hún varð seinna hluti af fyrsta árgangi nútíma listdansbrautar Klassíska Listdansskólans þegar hún var sett á fót árið 2006. Klassíski Listdansskólinn var stökkpallur fyrir Andreu til að sækja um dansskóla erlendis á háskólastigi en hún fékk fyrst inngöngu í Northern School of Contemporary Dance í Bretlandi þar sem hún var í námi frá árinu 2008-2009. Árið 2011 bauðst henni að halda áfram námi á öðru ári við hinn eftirsótta skóla Salzburg Experimental Academy of Dance í Austurríki og þar býr hún nú með 4 ára dóttur sinni og manni og sérhæfir sig í danssmíðum en hún mun útskrifast vorið 2014. Andrea hefur samið og sett á svið mörg verk í leikhúsi skólans en einnig utan hans á listahátíðinni HörgerEDE13/Elevate Festival í Graz saman með öðrum listamönnum. Andrea hefur samhliða náminu einnig stigið á svið með leiklistardeild Mozarteum University og verið hluti af sýningum á danslistahátíðum í Salzburg og þar á meðal með japanska listamanninum Michikatzu Matzune á Sommerzene Festival 2013.

 

 • Hrafnhildur Benediktsdóttir lauk námi frá Klassíska Listdansskólanum af nútímadansbraut 2009. Um haust sama ár hóf hún nám í MA-Body in Performance við Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance í London og lauk því námi með mastergráðu. Að námi loknu fór hún í sýningarferðalag um Evrópu með sólóverkið sitt Preparation, vann verk með performanslistakonunni Kiru O´Reilly og starfaði sem danslistamaður í sýningunni Move. Undanfarin ár hefur Hrafnhildur rekið dansflokk með Lauren Barri Holstein. Þar hafa þær sett upp fjölda sviðsverka og sýnt í Bretlandi og Evrópu. Nýjasta verkið þeirra SPLAT var sýnt fyrir fullu húsi í Barbican Centre í London og þessa dagana eru þær að setja saman sýningarferðalag um Evrópu og víðar.

 

 • Auður Ragnarsdóttir eftir útskrift frá Klassíska Listdansskólanum af nútímalistdansbraut vorið 2009 hélt hún til Kanada í áframhaldandi dansnám. Þar lauk hún BFA gráðu í kóreógrafíu frá Concordia Háskóla í Montreal, þar sem námið var fjölbreytt og nemendur komu úr öllum ólíkum áttum innan dansheimsins. Þar fékk hún tækifæri til að semja og sýna fimm dansverk eftir sjálfan sig. Meðfram náminu hefur hún unnið að mörgum verkefnum utan skóla. Sumarið 2010 stofnaði Auður danstríóið Uppsteyt ásamt tveimur öðrum fyrrum nemendum skólans, Unni Ósk Stefánsdóttur og Katrínu Þóru. Þar voru þær valdar sem einn hópana í skapandi sumarstörf Hins Hússins og hlutum þær einnig styrk frá Evrópu Unga Fólksins fyrir kostnaði verkefnisins. Saman sömdu þær og sýndu fjóra dansa yfir sumarið og settu einnig upp stóra innsetningu á ArtFart í samvinnu við Lilju Björk Haraldsdóttir. Ári síðar lögðu þær Lilja aftur í samstarf ásamt Emelíu Crivello og fengu til þess styrk frá Norsk-Íslenska menningarsjóðnum. Þær sömdu sitt hvort verkið í samvinnu við fjóra norska dansara í Noregi og endaði verkefnið með tveimur sýningum á Íslandi. Vorið 2012 dansaði Auður stutt verk eftir sjálfa sig á Chimera Project´s Fresh Blood Event í Enware Theatre í Tóróntó. Í janúar 2013 sýndi Auður einnig verk eftir sjálfan sig á Bouge d´ici hátíðinni í Montréal, en hún er vettvangur fyrir upprennandi danshöfunda til að endurvinna eldra verk í nánu samstarfi við leiðbeinanda. Það voru sex sýningar á verkinu. Í dag kennir Auður ballet í yngri deild Klassíska Listdansskólans og er að vinna að eigin verkefnum í frítíma sínum.

 

 • Ellen Gunnarsdóttir byrjaði að æfa ballet í Svíþjóð 5 ára gömul í Balletskóla Agneta Banks. 8 ára flutti hún til Íslands þar sem hún þá byrjaði í Klassíska Listdansskólanum. Þegar Ellen var 18 ára fór hún í inntökupróf í ArtEZ sem er í Arnhem í Holland. Það eru aðeins 12 stelpur og 12 strákar sem komast inn og yfir 200 umsækjendur alls staðar úr heiminum. Hún var ein af þessum 12 stelpum sem fékk inngöngu í skólann og var Klassíski Listdansskólinn mjög góður undirbúningur.

 

 

        Dans á Íslandi

Dans Erlendis 

Information about Iceland 

 • market.is - What iceland has to offer to the outside world!
 • Visiticeland- Your official travel guide to Iceland