Nemendur framhaldsbrautar kjósa til stjórnar árlega. Stjórn nemendafélagsins er samansett af formanni nemendadélagsins og einum nemanda hvers árgangs. 

 

Nemendafélag Klassíska listdansskólans hefur leyfi til almennrar dreifingar í skólanum á blöðum sem það gefur sjálft út. Öðru rituðu efni er óheimilt að dreifa nema með sérstöku leyfi stjórnenda. Höfundar efnis, ritstjórar og  stjórn NKL bera ábyrgð á því að  útgefið efni á vegum NKL fari ekki í bága við lög, höggvi ekki nærri nafngreindu fólki og geti talist samboðið opinberri menntastofnun. Þeir sem brjóta gegn reglum þessum sæta lögum skólans eftir því hve alvarlegt brotið er auk þess sem dreifing kann að verða stöðvuð.

Skólareglur

Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir. Hver árgangur klæðist ballettbúning sem skólinn útvegar og er innifalinn í skólagjaldinu. Þannig hefur hver árgangur sinn lit. Einnig eiga stúlkurnar að klæðast bleikum ballettsokkabuxum og bleikum mjúkum ballettskóm. Drengirnir klæðast svörtum sokkabuxum, hvítum bolum og svörtum ballettskóm. Hárið skal vera vel greitt. Öll umgengi skal vera hljóðlát og bera vott um gagnkvæma virðingu og tillitssemi við kennara, aðra nemendur og húsnæði skólans. Öll notkun tyggigúmmís er bönnuð.

fristundakortid_nytt_hvitt