Grunnstig 7 – 15 ára

Að forskólanum loknum tekur við stigsnám í grunnskóla. Stigin eru frá 1. – 6. Ástundun nemanda eykst frá stigi til stigs, auk þess fá nemendur að læra nútímadans og erlenda þjóðdansa. Áherslur kennara eru ávallt þær sömu, að veita einstaklingnum þjálfun og faglega leiðsögn við hæfi. Markmið skólans er sem áður hefur verið nefnt, að skapa umhverfi og hæfilega áskorun fyrir nemendur til að njóta danslistarinnar og þroska hæfileika sína.

Eftirfarandi aldursskipting er algengust:

1. stig:    7 til 8 ára
2. stig:   8 til 9 ára
3. stig:   9 til 10 ára
4. stig: 10 til 11 ára
5. stig:  11 til 12 ára
6. stig: 13 til 15 ára (Undirbúningur fyrir framhaldsstig 13-15 ára)

Character-dansar (þjóðdansar) eru kenndir frá 8 ára.
Spuni er kenndur frá 8 til ára.
Nemendur byrja á táskóm 10 ára.
Nemendur eru kynntir fyrir Cunningham- og Grahamtækni frá 10 ára aldri.

Í lok hvers árs er haldin nemendasýning. Það taka allir nemendur skólans þátt í nemandasýningunni á einn eða annan hátt. Þar læra nemendur skólans sviðsframkomu.

Framhaldsskólastig

Listdansbraut, Klassísk- og nútímabraut Klassíska listdansskólans er þriggja ára dansnám á menntaskólastigi. Afreksnemendur frá 13 ára aldri geta byrjað á framhaldsbrautinni. Skólinn veitir metnarfulla og góða þjálfun með framúrskarandi fagfólki.

Kennarar

Þorbjörg Jónasdóttir

Er uppalin í Reykjavík og byrjaði að dansa um fjögurra ára aldur. Hún flutti út til Bandarikjanna 15 ára gömul til að stunda nám við San Francisco Ballet School. Eftir að hún sneri aftur heim til Íslands tók hún þátt í skemmtilegum verkefnum tengdum dansi eins og t.d. Söngvakeppninni og Ballet axis. Þorbjörg eyddi sumrum sínum á námskeiðum hjá ýmsum skólum erlendis, líkt og The Royal Ballet School, Boston Ballet, San Francisco Ballet School og The Paris Opera Ballet School.

Yannier Jökull Oviedo Rivas

Er fæddur og uppalinn í Matanzas á Kúbu. Hann byrjaði að dansa átta ára gamall og vann til ýmissa verðlauna, meðal annars silfur og gullverðlauna í International Ballet Competition í Havana. Yannier útskrifaðist sem atvinnudansari og balletkennari frá ENA Háskólanum í Havana og var hann í framhaldi ráðinn sem dansari í Ballet de Camaguey. Árið 2011 var hann valinn úr stórum hóp dansara til Ballet Revolucion og dansaði hann með þeim um allan heim. Yannier flutti til Íslands árið 2013 og hefur hann kennt ballet í nokkrum skólum á landinu, dansað í Borgarleikhúsinu og með Sínfóníuhljómsveit Íslands.

Hrefna Kristrún Jónasdóttir

Hrefna er atvinnuballettdansari sem starfar mestmegnis á Bretlandi ásamt því að kenna á Íslandi. Hún útskrifaðist úr Listdansskóla Íslands árið 2018. Eftir útskrift frá Menntaskólanum Í Reykjavík 2019 tók hún til starfa hjá Ballet Theatre UK frá árunum 2019-2024. Hún hefur einnig starfað með English National Ballet að dansa í Royal Albert Hall bæði í Cinderella og Swan Lake (filmað af BBC). Hrefna var nú í sumar að ljúka samningi með Birmingham Royal Ballet þar sem hún dansaði í Cinderella, Les Sylphides og Sleeping Beauty bæði á Bretlandi og í Japan allt árið. Árið 2023 hlaut hún einnig kennsluréttindi í ‘Progressing Ballet Technique’. Hrefna hefur líka tekið þátt í sjálfstæðum verkefnum og dansað hjá Cork City Ballet, Kings International Ballet og á Maldíveseyjum.

Erna Kristín Jónasdóttir

Erna er atvinnuballettdansari sem útskrifaðist frá Listdansskóla Íslands 2018 og hefur starfað út á Bretlandi frá 2019 og sýnt á mörgum stöðum víðs vegar um heim, meðal annars á Bretlandi, í Japan og á Maldíveyjum. Erna var að ljúka við samningi hjá Birmingham Royal Ballet þar sem hún dansaði í Cinderella, Sleeping Beauty og Les Sylphides. Fyrir það þá starfaði hún á tímabundnum samningi hjá English National Ballet, að dansa í Royal Albert Hall, fyrst í Cinderella og síðar í Swan Lake (filmað af BBC). Erna byrjaði ferilinn hjá Ballet Theatre UK þar sem hún dansaði sólóista og aðaldansara hlutverk. Erna hefur einnig dansað með Cork City Ballet, Mergaliyev Classical Ballet og Kings International Ballet. Erna hefur tekið þátt í ýmsum sjálfstæðum verkefnum og fyrir ýmsa listamenn ásamt því að kenna ballett.

Ásdís Árnadóttir

Ég ólst upp í Bandaríkjunum og tók þátt í jóla- og vorsýningum dansskólanna sem ég stundaði nám við þar. Auk þess var ég með hlutverk í Hnotubrjótnum í árlegri uppsetningu Ballet Theatre Company í Connecticut. Ég var í keppnisliði Alyce Carella Dance Centre og tók þátt í ýmsum keppnum með solo, dúett og hópatriði. Eftir að ég flutti til Íslands stundaði ég nám við Klassíska Listdansskólann. Ég tók þátt í jóla- og vorsýningum skólans sem nemandi og einnig sem gestaatriði eftir ég útskrifaðist af framhaldsbraut árið 2021. Ég hef fjórum sinnum tekið þátt í undankeppni Sóló og þrisvar sinnum verið valin til að keppa fyrir hönd Íslands í lokakeppninni Prix du Nord í Svíþjóð. Þá var ég hluti af hópnum Forward Klassík um tíma og sýndi með þeim klassísk og neo-klassísk verk.

Kristín Marja Ómarsdóttir

Kristín Marja útskrifaðist af klassísku deild Konunglega Sænska ballettskólans og hefur síðan starfað erlendis sem dansari frá 2018. Fyrst hjá ballettflokknum Oper Graz í 2 ár og þar á eftir hjá Hessisches Staatsballet Wiesbaden. Kristín hefur komið fram í ótal mörgum sýningum og unnið með danshöfundum eins og: Untitled Black eftir Sharon Eyal. Skid eftir Damien Jalet. Boléro eftir Eyal Dadon. La Sacre Du Printemps eftir Edward Clug. Dreams of Landscape eftir Lotem Regev. Memento eftir Tim Plegge. Nutcracker eftir Tim Plegge. exisTence eftir Marc Brew. Zum Sterben zu Schön eftir Jo Srømgren. Sandman eftir Andreas Heise. Die Jahreszeiten eftir Beate Vollack. Cinderella eftir Beate Vollack. Guys and Dolls eftir Francesc Abós. Einnig hefur hún starfað sjálfstætt og tók þátt í sýningum eins og: Moulin Rouge, Phantom of the Opera. Video verkefni með Mediencampus Dieburg. Og samdi sitt eigið verk “Adrift” sem sýnt var í Staatstheater Darmstadt.

Kristín verður að kenna í afleysingum.

Elísa Hjaltested

Elísa Hjaltested er 18 ára klassískur listdansari, nýútskrifuð af framhaldsbraut Klassíska listdansskólans. Hún hefur stundað nám við skólann í um það bil tólf ár og þróað með sér mikla þekkingu á sviði klassísks balletts. Á námsferlinum hefur Elísa einnig sótt sumarnámskeið erlendis, þar á meðal hjá Dutch National Ballet Academy í Amsterdam og Rambert School í London, þar sem hún hefur dýpkað skilning sinn á ballett og nútímadansi í alþjóðlegu umhverfi. Elísa tók nýverið þátt í frumflutningi verksins Point of Axis, eftir danshópinn Ballett Axis, sem sýnt var við góðar undirtektir. Með mikilli vinnusemi, ástríðu og metnaði hefur Elísa skapað sér sterka stöðu sem upprennandi listdansari á Íslandi.

Maurik Malasllani

Maurik Malasllani received his ballet training at the National Ballet Academy in Tirana (Albania). He graduated in 1987 and immediately joined the corps de ballet of the Opera and Ballet Theatre in Tirana where dances the classical repertoire , the national repertoire and performs in the ballet scene in opera “La Traviata” and theatrical drama
“Romeo and Juliet” among others.

In 1991 he moved to Italy to join the Regional Ballet Company of Mantova where he worked with renowned masters such as Jorge Esquivelles Estrada(Balet Nacional de Cuba), Deborah Weaver (New York City Ballet), Caterine Campbell (American Ballet Theatre), Ileana Iliescu (Regio di Torino). In 1992 he joined the Compagnia Veneta di Balletto Classico of Gloria Grigolato (Birmingham Royal Ballet School) and worked with Maestro Pertii Virtanen (Teatro Regio di Torino) and Raffaele Di Antonio.

Maurik danced on tour in Greece, Albania, Summer Arts Festival in Malta and all over Italy performing as a soloist and corps de ballet in the repertoire ballets La Fille Mal Gardee, Napoli, Giselle,Don Quixote, Swan Lake, The Nutcracker, Cinderella,Carmen, Le Corsaire and in other production such as Wienerleben, The Water Goblin, Concerto and in the operetta The Merry Widow.

Maurik started teaching ballet in north Italy area, and in the Studio Danza Nave (Brescia) he was also director.

He completed the 2008-2010 Academic Classical Dance Teacher’s Course at the Accademia Delle Belle Arti e dei Mestieri del Teatro alla Scala in Milan and obtained the Diploma in teaching classical ballet by succesfully passing all final examinations.

Between 2011 and 2016 he attended intensive stages for School Dances, Traditional International Dances and Mime Songs at the association balliamo sul Mondo (Reggio Emilia) and held workshops at the National Dance Academy in Tirana.
In addition of teaching he has been a judge at the Dance Olympics in Italy for over ten years and also a choreographer for all the end-of-year school performances, competitions, repertoire dance rewies and workshops.
Maurik is passionate about music and has extensive knowledge in the field of music expanding from baroque to rock and has a strong background on music applied to dance.