Skólinn var stofnaður 1993 af Guðbjörgu Astrid Skúladóttur, sem á að baki langan feril á sviði listdansins.
Klassíski listdansskólinn er viðurkenndur af Barna- og menntamálaráðuneytinu. Skólinn mun hér eftir starfa eftir námskrá ráðuneytisins, sem gefur nemendum skólans tækifæri til að fá nám sitt metið sem hluta af framhaldsnámi þeirra. Nemendur 16 ára og eldri fá nám sitt metið úr listdansbraut Menntaskólans við Hamrahlíð.
Nám í Klassíska listdansskólanum skiptist í
-
Forskóla aldur 3 – 6 ára
- Grunnskóla aldur og stig:1. stig: 7 til 8 ára
2. stig: 8 til 9 ára (1 og 2 stig fá einnig kennslu í spuna og læra dansa úr þekktum balletum sem síðar verða sýndir fyrir áhorfendur)
3. stig: 9 til 10 ára
4. stig: 10 til 11 ára
5. stig: 11 til 12 ára
6. stig: 13 til 15 ára (Undirbúningur fyrir framhaldsstig 13-15 ára)3. og 4. stig:Nemendur fá einnig kennslu í spuna og læra dansa úr þekktum balletum og fá tilsögn um faglega sviðsframkomu.
Nemendur koma til með að sýna ávöxt vinnu sinnar fyrir áhorfendur.
Þeir nemendur sem eru komnir með góðan styrk og skilning í hreyfingum, fá einnig góða æfingu til að styrkja sig fyrir táskó.5. og 6. stig
Eru komnin á krefjandi og skemmtilegt stig. Þau sem óska geta mætt í aukatíma í táskótækni.
Einnig munu þær læra dansverk úr þekktum balletum sem þær fá að sýna fyrir áhorfendum. -
Framhaldsskóla er tvískiptur; klassísk listdanssbraut og nútíma listdansbraut. Miðað er við þriggja ára námstímabil sem skiptist í sex 15 vikna annir. Nám þetta er fyrst og fremst ætlað þeim sem hafa hug á framhaldsnámi í listdansi og hugsanlega að hafa atvinnu af greininni. Nemendur sem hljóta inntöku í skólann skulu hafa lokið grunnskólanámi og hafa stundað nám í dansi í einhverju formi eða búa yfir ótvíræðum dans hæfileikum að mati stjórnenda og kennara skólans. Til þess að útskrifast þurfa nemendur að hafa náð fullnægjandi árangri og líkamlegri þjálfun samkvæmt námskrá skólans, sem m.a. felur í sér danstækni í ballet, nútímadansi, listdanssögu, danssmíðar, hefbundnar efnisskrár og sviðstækni. Nemendur sem útskrifast úr dansbraut Klassíska listdansskólans geta vænst þess að eiga greiðari leið til framhaldsnáms á háskólastigi við Laban School of Dancing eða aðra samsvarandi skóla á háskólastigi.
Þá eru aukatímar fyrir þá sem það vilja fyrir REP. og leiðsögn til að læra klassískan SOLO og TVÍDANS. Kennararnir eru allir fagfólk með mikla reynslu og brennandi áhuga á að byggja upp unga og upprennandi dansara.
Allir áfangar eru kenndir af danslistamönnum sem vinna á alþjóðagrundvelli og eiga það sameiginlegt að hafa góða menntun og mikla kunnáttu á bak við sig.
Ballet er listform sem hrýfur fólks. Að horfa á ballet er tækifæri til að dáðst að og njóta stórkostlegrar hæfni dansarans, ásamt leikrænni tjáningu og fagurri tónlist.
Kostnaður
Skólagjald fyrir nemendur sem:
- Sækja nám einu sinnum í viku(45 min.) kr. 45.000 fyrir önnina
- Sækja nám 1x í viku (60 min.) kr. 50.000 fyrir önnina
- Sækja nám 2x í viku (2 x 90 min.) kr. 80.000 fyrir önnina
- Sækja nám 3x í viku (3x 90 min.) kr.100.000 kr. fyrir önnina.
- Sækja nám 5x í viku er (5 x 90) er kr. 145.000 fyrir önnina.
- Skólagjald fyrir nemendur í framhaldsnámi sem stunda námið daglega (3 klst á dag ) kr. 150.000