Verðskrá

Forskólaaldur 3 – 6 ára

– 1x í viku (45 min.)

– kr. 45.000 fyrir önnina

Grunnskóla aldur og stig:

– 2x í viku kr. 54.000.

1. stig: 7 til 8 ára
2. stig: 8 til 9 ára

• Skólagjald 5x í viku kr. 145.000.- fyrir önnina

3. stig: 9 til 10 ára

• Skólagjald 5x í viku kr. 145.000.- fyrir önnina

4. stig: 10 til 11 ára

• Skólagjald 6 -7x í viku kr. 150.000.- fyrir önnina

5. stig: 11 til 12 ára

• Skólagjald 6 -7x í viku kr. 160.000.- fyrir önnina

6. stig: 13 til 15 ára (Undirbúningur fyrir framhaldsstig 13-15 ára)
einnig eru einkatímar fyrir sólódansa m.m.

• Skólagjald fyrir nemendur í framhaldsnámi sem stunda námið daglega (3 klst á dag ) kr. 170.000
• Framhaldsbrautin er styrkt af Menntamálaráðuneytinu.

• Framhaldsskóla er tvískiptur; klassísk listdanssbraut og nútíma listdansbraut. Miðað er við þriggja ára námstímabil sem skiptist í sex 15 vikna annir. Nám þetta er fyrst og fremst ætlað þeim sem hafa hug á framhaldsnámi í listdansi og hugsanlega að hafa atvinnu af greininni. Nemendur sem hljóta inntöku í skólann skulu hafa lokið grunnskólanámi og hafa stundað nám í dansi í einhverju formi eða búa yfir ótvíræðum dans hæfileikum að mati stjórnenda og kennara skólans. Til þess að útskrifast þurfa nemendur að hafa náð fullnægjandi árangri og líkamlegri þjálfun samkvæmt námskrá skólans, sem m.a. felur í sér danstækni í ballet, nútímadansi, listdanssögu, danssmíðar, hefbundnar efnisskrár og sviðstækni. Nemendur sem útskrifast úr dansbraut Klassíska listdansskólans geta vænst þess að eiga greiðari leið til framhaldsnáms á háskólastigi við Laban School of Dancing eða aðra samsvarandi skóla á háskólastigi.

Allir áfangar eru kenndir af danslistamönnum sem vinna á alþjóðagrundvelli og eiga það sameiginlegt að hafa góða menntun og mikla kunnáttu á bak við sig.
Ballet er listform sem hrýfur fólks. Að horfa á ballet er tækifæri til að dáðst að og njóta stórkostlegrar hæfni dansarans, ásamt leikrænni tjáningu og fagurri tónlist.

Forskólinn skiptist í fjóra hópa. Kennslan fer fram á:

Laugardögum fyrir:

• 1. flokkur A (3 ára)
• 1. flokkur B (4 ára)
• 2. flokkur A (5 ára)
• 2. flokkur B (6 ára)

Þriðjudögum og fimmtudögum

1. stig 7 til 8 ára

• Tvisar í viku (1 og hálfur tími í senn)

Skólagjald fyrir 2x í viku kr. 54.000.-